Saturday, September 24, 2016

Alþýðufylkingin í Kolaportinu um helgina!

Alþýðufylkingin verður með bás í Kolaportinu á morgun og hinn: laugardag 24. september og sunnudag 25. september. Hægt verður að kynnast flokknum, stefnumálum og nokkrum leiðandi frambjóðendum hans. Hægt verður m.a. að nálgast hin eftirsóttu barmmerki flokksins. Hægt verður að skrifa undir meðmælendalista og láta fé af hendi rakna, annað hvort í skiptum fyrir gamla hluti eða bara sem styrk. Við verðum á bás 15C ... sjáumst!

Friday, September 23, 2016

Þorvaldur á Bylgjunni

Þorvaldur Þorvaldsson fór á kostum í þættinum Í bítið á Bylgjunni síðastliðinn miðvikudag. Hann var þar í viðtali sem formaður Alþýðufylkingarinnar. Hlustið á þáttinn hér!

Loksins: Alþýðufylkingin í Kolaportinu um helgina!

Alþýðufylkingin verður með bás í Kolaportinu á morgun og hinn: laugardag 24. september og sunnudag 25. september. Hægt verður að kynnast flokknum, stefnumálum og nokkrum leiðandi frambjóðendum hans. Hægt verður m.a. að nálgast hin eftirsóttu barmmerki flokksins. Hægt verður að skrifa undir meðmælendalista og láta fé af hendi rakna, annað hvort í skiptum fyrir gamla hluti eða bara sem styrk. Við verðum á bás 15C ... sjáumst!

Thursday, September 22, 2016

Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Alþýðufylkingin gerir kunnugan framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir
Vésteinn Valgarðsson, varaformaður
Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Rvk.N
Alþingiskosningarnar 29. október 2016:

1. Vé­steinn Val­g­arðsson, stuðnings­full­trúi, Reykja­vík
2. Sól­veig Hauks­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík
3. Gunn­ar Freyr Rún­ars­son, geðsjúkra­liði, Reykja­vík
4. Þóra Sverr­is­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari, Reykja­vík
5. Tinna Þor­valds­dótt­ir Önnu­dótt­ir, leik­kona, Reykja­vík
6. Sindri Freyr Steins­son, stuðnings­full­trúi, Reykja­vík
7. Axel Þór Kol­beins­son, tölvu­tækn­ir, Reykja­vík
8. Héðinn Björns­son, jarðfræðing­ur, Dan­mörku
9. Sig­ríður Krist­ín Kristjáns­dótt­ir, námsmaður, Reykja­vík
10. Jón Karl Stef­áns­son, for­stöðumaður, Reykja­vík
11. Ásgeir Rún­ar Helga­son, dós­ent í sál­fræði, Svíþjóð
12. Ein­ar Andrés­son, fanga­vörður, Reykja­vík
13. Sól­ey Þor­valds­dótt­ir, starfsmaður í veit­inga­húsi, Reykja­vík
14. Krist­leif­ur Þor­steins­son, tölv­un­ar­fræðing­ur, Kópa­vogi
15. Ólaf­ur Tumi Sig­urðar­son, há­skóla­nemi, Reykja­vík
16. Elín Helga­dótt­ir, sjúkra­liði, Reykja­vík
17. Ingi Þóris­son, námsmaður, Hollandi
18. Stefán Ingvar Vig­fús­son, listamaður, Reykja­vík
19. Sig­ur­jón Sum­arliði Guðmunds­son, nemi, Reykja­vík
20. Vikt­or Penal­ver, ör­yrki, Hafnar­f­irði
21. Björg Kjart­ans­dótt­ir, sjúkra­liði, Reykja­vík
22. Örn Ólafs­son, bók­mennta­fræðing­ur, Dan­mörku

Wednesday, September 21, 2016

Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Vésteinn Valgarðsson stuðningsfulltrúi
Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar Reykjavíkurkjördæmi norður haustið 2016. Vésteinn er fæddur 1980 og hefur starfað sem stuðningsfulltrúi á endurhæfingargeðdeild Landspítalans á Kleppi síðan 2001. Vésteinn er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands (BA 2005). Sambýliskona hans er Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, stjórnmálafræðingur.
Vésteinn hefur lengi verið virkur í félagsstörfum og stjórnmálum, m.a. í Félaginu Íslandi-Palestínu, Samtökum hernaðarandstæðinga, Vantrú, Rauðum vettvangi og er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Vésteinn ritstýrði vefritinu Eggin.is frá 2003 til 2008. Vésteinn hefur verið trúnaðarmaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu á Kleppsspítala síðan 2006.

Tuesday, September 20, 2016

Guðmundur Magnússon leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Magnússon leikari
Guðmundur Magnússon leikari leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Alþingiskosningum 2016. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1947. Hann útskrifaðist sem leikari 1968. Guðmundur varð fyrir slysi 1976 og hefur verið lamaður síðan. Hann hefur starfað með Sjálfsbjörg, SEM samtökunum og Öryrkjabandalaginu, og var formaður ÖBÍ í fjögur ár.
Guðmundur hefur unnið sem leikari og leikstjóri, kennt á námskeiðum í leiklist og framsögn og við Herynar- og talmeinastöðina. Hann hefur verið forstöðumaður Dagvistar Sjálfsbjargarheimilisins.
Aðgengismál fatlaðra hafa verið Guðmundi mjög hugleikin og hann segir leiðarljós sitt vera samning Sameinuðu þjóðanna um rétt fólks með fötlun. Hann situr í verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð.
Guðmundur var í KSML þegar hann var ungur. Hann er stofnfélagi í Vinstri-grænum og var varaþingmaður þeirra fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, og sat sem slíkur á þingi 2005 og 2008.

Thursday, September 15, 2016

Listi Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Alþýðufylkingin í Norðausturkjördæmi hefur gengið frá framboðslista sínum fyrir alþingiskosningar 29. október 2016:
Þorsteinn Bergsson

1. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Unaósi, Fljótsdalshéraði

2. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík

3. Karólína Einarsdóttir, doktorsnemi, Uppsölum, Svíþjóð

4. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumaður, Akureyri

5. Drengur Óla Þorsteinsson, lögfræðingur, Reykjavík

6. Anna Hrefnudóttir, myndlistakona, Stöðvarfirði

7.  Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum, Öxarfirði

8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri

9. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík

10. Kári Þorgrímsson, bóndi, Garði II, Mývatnssveit

11. Stefán Smári Magnússon, verkamaður, Seyðisfirði

12. Guðmundur Beck, verkamaður, Gröf 3, Eyjafjarðarsveit

13. Arinbjörn Árnason, fyrrv. bóndi, Egilsstöðum

14. Ingvar Þorsteinsson, nemi, Unaósi Fljótsdalshéraði

15. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði

16. Erla María Björgvinsdóttir, verslunarstjóri, Kópavogi

17. Valdimar Stefánsson, framhaldsskólakennari, Húsavík

18. Aðalsteinn Bergdal, leikari, Hrísey

19. Ólína Jónsdóttir, fyrrv. aðstoðarskólastjóri, Akranesi

20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri